Laugardaginn 20 júlí verður lagt af stað í Sumarferð Blindrafélagsins 2013. Um er að ræða hringferð í rútu með útúrdúrum, gönguferðum, tónlistarhátíðinni Bræðslunni og tjaldútilegum. Meðal þess sem gert verður í ferðinni er að klífa Kristíanartinda í Skaftafelli (1125 m) og Snæfell (1833 m) og fara inn í Grágæsardal. Í ferðinni verða alblindir, sjónskertir og fullsjáandi einstaklingar, samtals 20 manns, þar af 3 erlendir þátttakendur . Tilgangurinn er, að frátöldu því að njóta íslenskrar náttúru og alls þess sem að fjallgöngur og útivist gefa af sér, að sýna fram á að blindir og sjónskertir einstaklingar eru fullfærir um að njóta þess að ganga á fjöll. Í sumum tilvikum þýðir það vissulega umtalsverða útvíkkun á þægindaumhverfi, en það á jafnt við um blinda og fullsjándi sem eru óvanir fjallgöngum.
Eðli málsins samkvæmt er kostnaðarsamt að skipuleggja ferð sem þessa og haf mörg fyrirtæki styrkt þetta verkefni með því að gefa mat til ferðarinnar. Þessi fyrirtæki eru: Bananar, Brúnegg. Eggert Kristjánsson, Ekran, Holtakjúklingar, Innnes, Kjarnavörur, Mjókursamsalan, Mosfellsbakarí, Myllan, N1, Ostahúsið, Ó Johnsen og Kaaber, Promens Tempra, SS, Sölufélag Garðyrkjumanna ogTjaldaleiga Skáta. Er öllum þessum fyrirtækjum færðar kærar þakkir fyrir mikilvægan stuðning.
Dagskrá ferðarinnar er eftirfarandi:
20. júlí Lagt af stað með rútu frá Reykjavík í Skaftafell um hádegisbil og tjaldað í Skaftefelli um kvöldið.
21. júlí Gengið Á Kristínartinda í Skaftafelli.
22 júlí Lagt af stað í Grágæsadal með viðkomu í Jökulsárlóni. Komið seinnipartinn og tjaldað.
23 júlí Gengið í nágrenni Grágæsadals undir leiðsögn Völundar.
24 júlí Gengið í nágrenni Grágæsadals fyrri hluta dags. Tekið saman seinnipartinn og haldið í Snæfellsskála.
25. júlí Lagt til atlögu við Snæfell, hæst fjall á Íslandi utan jökla, að morgni dags. Tjaldað í Atlavík í Hallormsstaðarskógi um kvöldið.
26. júlí Keyrt til Egilsstaða og þaðan á Borgarfjörð eystra þar sem Bræðslan verður á laugardagskvöldið.
27 júlí Gengið í nágrenni Borgarfjarðar. Tónlistarhátíðin Bræðslan um kvöldið.
28 júlí Keyrt Til Húsavíkur með viðkomu á Mývatn þar sem verður tjaldað. Gegnið í nágrenninu og farið í jarðböðin.
29 júlí Hvalaskoðun á Húsavík. Keyrt til Akureyrar um miðjan dag þar sem verður stoppað og svo haldið til Reykjavíkur þar sem ferðinni lýkur.