Almannarómur

Blindrafélagið er einn af stofnaðilum Almannaróms sem voru stofnuð 5. júní 2014.

Markmið Almannaróms, sem er sjálfseignarstofnun, eru tvíþætt, annars vegar að auka samkeppnisfærni íslenskra fyrirtækja og hins vegar að auka mannréttindi og bæta samfélagið. 
Almannarómur mun vinna að markmiðum sínum með því að tryggja að íslenskan standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum með því að skapa og þróa íslensk máltæknitól eins og talgreini, vélrænar þýðingar, fyrirspurnarkerfi, samræðukerfi, talgervla, stafsetningar- og málfarsleiðbeiningar.

Almannarómur.