H Ú S R E G L U R
1. gr.
Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um íbúðir, sameiginlegt húsrými og lóð og raska ekki að óþörfu friði og r í húinu. Íbúar skulu jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum hússins sem minnstu ónæði og óþægindum og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni. Leigjendum er óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það er ætlað.
2. gr.
Útidyr og allar hurðir að sameiginlegu húsrými skulu læstar frá kl. 18 til kl. 7 að morgni. Um helgar skal húsið læst allan sólarhringinn. Óheimilt er með öllu að taka úr lás eða koma í veg fyrir að útidyr læsist.
3. gr.
Ljós í sameiginlegu húsrými skulu ekki látin loga umfram það sem nauðsynlegt er vegna starfa eða umgangs.
4. gr.
Ekki má skilja eftir fyrir útidyrum eða á gangbraut hússins vélknúin farartæki, reiðhjól eða annað sem valdið getur truflun á eðlilegri umferð við húsið.
5. gr.
Óheimilt er að geyma muni, reiðhjól, barnavagna, fótabúnað eða annað það sem veldur þrengslum, óþrifum eða óprýði á stigapöllum eða forstofu eða sameiginlegum göngum.
6. gr.
Forðast skal alla háreysti á göngum og er með öllu óheimilt að hafa stigarými og sameiginlega ganga að leikvangi.
7. gr.
Íbúum hússins ber skylda til að brýna fyrir gestum sínum og sambúðarfólki að misnota ekki dyrasíma eða lyftur þannig að öðrum verði til óþæginda.
8. gr.
Íbúðir mega ekki að óþörfu standa opnar fram á stigagang.
9. gr.
Engu má varpa út um glugga hússins eða af svölum þess. Þurfi að moka snjó af svölum ber sérstaklega að varast að kasta honum niður nema öruggt sé að hann falli ekki inn á neðri svalir eða fólk sem kann að vera undir.
10. gr.
Óheimilt er að hengja fatnað eða tau til þerris á svölum hússins. Þó má hafa þar snúrur er eigi ná hærra en handriðið. Bannað er að nota svalirnar til geymslu með sömu skilyrðum. Óheimilt er að geyma á svölum nokkuð það sem valdið getur óþægindum eða ónæði eða spillt útliti hússins. Þó er heimilt að hafa þar barnavagna. Bannað er að berja á svölum gólfteppi, mottur og dregla. Óheimilt er að fóðra fugla í gluggum eða á svölum. Við gluggaþvott skal þess sérstaklega gætt að ekki leki niður á glugga neðar í húsinu. Þegar svalagólf eru hreinsuð skal gæta þess að óhreinindi falli ekki niður af svölunum.
11. gr.
Hunda-, katta- og annað dýrahald er bannað í húsinu, nema með leyfi leigusala. Leiðsöguhundar blindra falla ekki undir þetta ákvæði.
12. gr.
Öll atvinnustarfsemi sem hefur truflandi áhrif eða veldur öðrum ónæði er óheimil í íbúðum hússins. Leita skal samþykkis leigusala fyrir atvinnustarfsemi.
13. gr.
Í geymslum íbúða ber að gæta fyllsta hreinlætis og varast að geyma þar nokkuð er valdið getur óþrifum eða ólykt.
14. gr.
Sorp og annan úrgang skal flokka í fjóra flokka, matarleifar, pappír og pappa, plastumbúðir og blandaðan úrgang og setja í viðeigandi tunnur.
15. gr.
Öllum íbúðum hússins fylgja jöfn afnot af þvottahúsi frá kl. 8 til kl. 22 dag hvern. Notendur skulu ganga vel um vélar og tæki þvottahússins. Ekki er heimilt að nota þvottahúsið til annars en þvotta, t.d. að geyma þar nokkuð það sem ekki kemur þvotti við. Þvottahúsið og tæki þess eru eingöngu ætluð til nota fyrir íbúa hússins. Íbúar skulu ganga frá þvotti við fyrsta tækifæri og eigi síðar en daginn eftir.
16. gr.
Milli kl. 24 og kl. 7 má ekkert það aðhafast er raskað geti svefnfriði annarra íbúa hússins.
17. gr.
Hverjum leigjanda er skylt að hafa ávallt handbært í íbúð sinni eintak af reglum þessum.
18. gr.
Ef ágreiningur verður varðandi óþrifalega umgengni, hávaða að næturlagi og fleiri atriði varðandi sambýlisháttu skulu kvartanir þar að lútandi bornar fram við skrifstofu Blindrafélagsins sem mun leitast við að leysa ágreiningsmál.
Sameiginleg rými, gangar og þvottarhús eru vöktuð með öryggismyndavélum.