Víðsjá var fyrst gefin út á 70 ára afmæli Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, sem var í ágúst 2009. Vegna mjög jákvæðra viðbragða var ákveðið að halda útgáfu Víðsjár áfram að afmælinu loknu og leysti Víðsjá þar með Blindrasýn af hólmi. Útgefin blöð má sjá á hér á undirsíðum í pdf-formi, word-formi og innlesið.)
Víðsjá er tímarit Blindrafélagsins og hefur verið gefið út tvisvar á ári frá árinu 2009. Víðsjá er unnið af ritnefnd Blindrafélagsins og er ætlað að fræða almenning um aðstæður blindra og sjónskertra. Í blaðinu er að finna fræðslu um nýjustu vísindi innan augnlækninga, viðtöl blint og sjónskert fólk, upplýsingar um starfsemi félagins og átaksverkefni, og ýmislegt annað sem tengist augum og augnheilsu.
Blaðinu er dreift til þeirra sem styrkt hafa félagið og lesin inn fyrir félagsmenn Blindrafélagsins.
Hægt er að gerast áskrifandi af Víðsjá með því að senda póst á blind@blind.is
Hægt er að lesa mörg tölublöð Víðsjá á stikunni hér til hægri.