Í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 eru 20 leiguíbúðir sem leigðar eru út til félagsmanna í langtímaleigu. Auk þess eru tvær gestaíbúðir og eitt gestaherbergi leigð út til skamms tíma í senn til félagsmanna og aðstandenda þeirra. Önnur gestaíbúðin er jafnframt endurhæfingaríbúð.
Þegar að íbúðir losna þá eru þær auglýstar á miðlum félagsins. Sérstök úthlutunarnefnd fer síðan yfir félagslegar og efnahagslegar aðstæður umsækjenda og úthlutar án þess að hafa upplýsingar um nöfn umsækjenda.
Réttindi og skyldur leigusala og leigu taka mið af húsaleigulögum og leigusamningum byggðum á þeim.
Húsaleigulögin.