Áherslur Blindrafélagsins í aðgengismálum skiptast í tvo flokka.
- Aðgengi að rafrænum upplýsingum og þjónustu:
- Stuðla að aukinni vitund um mikilvægi stafræns aðgengis fyrir alla.
- Benda á mikilvægi þess að aðgengi sé haft í huga í öllum ákvörðunum sem teknar eru varðandi rafrænar upplýsingar og þjónustur.
- Kynna þann hjálparbúnað sem blindir og sjónskertir notast við og hvernig þarf að haga málum til að hann virki sem best.
- Hvetja til aukinnar notkunar á almennum aðgengisstöðlum við framsetningu efnis á netinu.
- Kynna ýmsar góðar lausnir sem til staðar eru sem stuðla að bættu aðgengi.
- Ferilfræðilegt aðgengi (Aðgengi í umhverfinu):
- Áhersla lögð á algilda hönnun í manngerðu umhverfi.
- Benda á slysagildrur og hindranir.
- Kynna lausnir sem auka öryggi og sjálfstæði þeirra sem á þeim þurfa að halda.
- Stöðug leit að nýjum og betri lausnum sem ekki eru til staðar hérlendis í dag.
Blindrafélagið heldur uppi góðu samstarfi við ýmis fyrirtæki sem bjóða spennandi lausnir í aðgengismálum:
- Samstarfsaðili ReadSpeaker á Íslandi. Talgervislausnir á borð við vefþuluna (hlusta hnappinn) o.fl.
- Samstarfsaðili Siteimprove á Íslandi.
- Samstarfsaðili NaviLens á Íslandi.
- Samstarfsaðili Be My eyes á Íslandi.
Hægt er að sækja plaköt með skýrum upplýsingum um hvað skal, og skal ekki gera þegar kemur að rafrænu aðgengi á GitHub.
Fyrir nánari upplýsingar, ráðgjöf eða aðrar fyrirspurnir tengdar aðgengi má gjarnan senda tölvupóst á adgengi(hjá)blind.is eða hafa samband við skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525 0000.