Skemmtanir, fræðsla og tómstundir

Á vettvangi Blindrafélagsins eru skipulagðir fjölmargir viðburðir af hinum ýmsu nefndum og hópum. Til að komast í samband nefndir og deildir félagsins, er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 525 0000, eða senda póst á netfangið blind@blind.is.

Viðburðir nefnda og deilda eru auglýstir í viðburðardagatalinu á heimasíðu félagsins, í fréttabréfinu og í vefvarpi Blindrafélagsins.

Bókmenntaklúbbur

Bókmenntaklúbbur Blindrafélagsins hefur verið starfræktur í fjöldamörg ár. Klúbburinn hittist í Hamrahlíð 17, fyrsta og þriðja þriðjudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann og hlustar á hljóðbækur frá Hljóðbókasafni Íslands sem að hlustendur velja í sameiningu. Allir félagsmenn eru velkomnir og sjálfsagt er að taka með sér gesti. Brynja Arthúrsdóttir er í forsvari fyrir Bókmenntaklúbbinn.

Jafnréttisnefndin

Sérstök jafnréttisnefnd er starfandi innan Blindrafélagsins og tekur hún fjölbreytt mál til umfjöllunar. Rósa Ragnarsdóttir (rosaragg@gmail.com) er í forsvari fyrir Jafnréttisnefndina.

Opið hús

Opið hús er starfrækt alla þriðjudaga og fimmtudaga yfir vetrartímann frá kl. 13:00 til 15:00 í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. 

Dagskrá Opna hússins samanstendur af upplestri, frásögnum, tónlistarflutningi og ýmsum öðrum skemmtiatriðum. Fastir umsjónarmenn sjá um dagskrána og fá til sín góða gesti.

Á 6 - 8 vikna fresti er efnt til Opins húss á laugardögum milli 11:00 og 14:00. Þá er borinn fram hádegisverður og léttar veitingar. Þekktir einstaklingar koma oft í heimsókn og halda erindi eða fara með skemmtimál.

Þeir félagsmenn sem ekki hafa sótt Opið hús, en hefðu áhuga á að koma, geta sett sig í samband við skrifstofu félagsins og munu þá verða gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að taka á móti nýjum félögum. Síminn á skrifstofunni er 525 0000.

Prjónaklúbbur

Í prjónaklúbbnum hittast þeir einstaklingar sem hafa gaman af handavinnu. Sama er hvort það sé heklað, prjónað, saumað eða teikniblokk t.d. eða bara vera í góðum félagsskap. Markmiðið með prjónakaffinu er jafningastuðningur í verki og góð samvera. Ef einhverjum langar að læra að prjóna eða hekla verður viðkomandi veitt leiðsögn. Klúbburinn hittist þriðja þriðjudag í hverjum mánuði að undanskildum desember og sumarmánuðina.

Allir eru velkomnir. Lilja Sveinsdóttir, er í forsvari fyrir prjónaklúbbinn.

Skemmtinefnd

Skemmtinefnd Blindrafélagsins sér um að skipuleggja skemmtanalíf innan félagsins. Meðal fastra skemmtanna eru jólahlaðborð og þorrablót auk þess sem ýmsar aðrar skemmtanir eru í boði.

Tómstundanefnd

Á vegum tómstundanefndar eru skipulögð ýmiskonar námskeið fyrir félagsmenn, svo sem hannyrðanámskeið, listanámskeið og smíðanámskeið.