Talgervill

Um Karl og Dóru.

Blindrafélagið hafði forgöngu um að fjármagna og láta smíða íslensku raddirnar Karl og Dóru. Talgervilsraddirnar eru fyrir hvern sem er, en þær eru helst notaðar af þeim sem erfitt eiga með lestur með eðlilegum hætti. Hægt er að nota raddirnar í Windows stýrikerfi og flestum útgáfum af Android stýrkerfi. Með því að merkja texta í vafra, tölvupósti eða skjali, getur talgervilinn lesið textann upphátt fyrir notendann.

Raddirnar eru í SAPI5 fyrir Windows og er hægt að nota þær með öðrum stoðbúnaði eins og NVDA, JAWS eða forritum eins og Natural Reader og IVONA. 

Í Android virka raddirnar með skjálestrarbúnaði eins og Voice Assistant og Talkback.

Endurgjaldslaus úthlutun talgervils.

Þeir sem eiga rétt á endurgjaldslausri úthlutun á talgervilsröddunum Karl eða Dóru eru blindir, sjónskertir, lesblindir og aðrir sem geta ekki lesið með hefðbundnum hætti. Úthlutanir fara fram í gegnum Blindrafélagið, Þjónustu og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og Hljóðbókasafn Íslands. Þjónustuþegar miðstöðvarinnar eiga þess kost að fá aðstoð við uppsetning talgervilsins. Félagsmenn Blindrafélagsins geta haft beint samband við Blindrafélagið. Þeir sem eru lesblindir þurfa að óska eftir talgervli í gegnum Hljóðbókasafni Íslands og er einfaldast að senda beiðni til þeirra í tölvupósti.

Verð á talgervilsröddunum fyrir þá sem ekki eiga rétt á endurgjaldslausri úthlutun.

Einstaklingar, skólar, stofnanir og fyrirtæki geta fengið keypt talgervilinn hjá Blindrafélaginu. Pantanir og fyrirspurnir um tilboð skal senda á afgreidsla@blind.is. Einnig er hægt að kaupa raddirnar í vefverslun Blindrafélagsins.

Reynslu útgáfa af röddunum fyrir Windows.

Hægt er að ná í 30 daga prufuútgáfu af IVONA forritinu og íslensku röddunum fyrir Windows (hlekkur 2). Til að virkja raddirnar þarf að kaupa aðgangslykil í vefverslun félagsins.

Android útgáfur af röddunum.

Hægt er að ná í íslenskar raddir fyrir Android í forriti sem heitir Símarómur. Hægt er að skoða það nánar á Google Play. Því miður er ekki hægt að nota raddirnar á iOS eða í öðrum Apple stýrikerfum.

  • Er hægt að nota íslensku talgervlana í öllum Android símum?

    Flestir símar sem við vitum um styðja notkun á íslensku röddunum. Eldri tegundir af Android símum geta átt í vandræðum með að nota raddirnar þar sem þær geta verið svolítið þungar í keyrslu.

  • Er hægt að nota íslensku talgervlana í Mac tölvum, iPhone eða iPad?

    Nei, því miður. Íslensku talgervilsraddirnar Karl og Dóru er aðeins hægt að nota í Android símum og spjaldtölvum eða tölvum með Windows stýrikerfi.

  • Hver hefur rétt á því að fá frían talgervil?

    Allir þeir sem ekki geta lesið með eðlilegum hætti hafa rétt á því að fá úthlutað talgervilsrödd. Hægt er að lesa nánar um úthlutun og kaup á upplýsingarsíðunni um talgervla.

  • Hvað kostar talgervlar

    Hægt er að kaupa talgervilsraddirnar í gegnum vefverslun Blindrafélagsins og er þar alltaf hægt að finna nýjustu verð fyrir stakar raddir eða báðar raddirnar í pakka. Ef kaupa á fleiri leifi fyrir raddirnar er hægt að óska eftir tilboði með því að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@blind.is