Um og yfir 90% þeirra fjármuna sem Blindrafélagið þarf til að halda úti mikilvægri starfsemi og þjónustu er sjálfsaflafé. Bakhjarlar Blindrafélagsins gegna þar mjög mikilvægu og vaxandi hlutverki. Að vera bakhjarl Blindrafélagsins felur það í sér að styrkja félagið reglulega með greiðslu tiltekinnar upphæðar.
Bakhjarlar sem greiða tólf þúsund krónur eða meira á ári fá í upphafi hvers árs sent leiðsöguhundandadagatal Blindrafélagsins án endurgjalds, aðgang að stafrænni útgáfu Víðsjár og verða aðilar að sjónmissitryggingu.
Bakhjarlaskráning.
Tryggingaskilmálar sjóntryggingarinnar sem fylgja því að vera í hópi bakhjarla Blindrafélagsins má nálgast hér.
Meðal þess sem að segir í skilmálunum er:
Tryggingafjárhæð; Missi bakhjarl varanlega sjón á tryggingatímabilinu sökum slyss fær hann greiddar 10.000.000 krónur í bætur. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.
Tryggingatímabilið; Tryggingin verður virk þann dag sem fyrsta greiðsla berst.
Ef óskað er eftir að gera breytingar á tryggingunni, svo sem bæta við fjölskyldumeðlimum eða segja henni upp, vinsamlega sendið tölvupóst á bakhjarl@blind.is
Bakhjarlar Blindrafélagsins hafa rétt til að taka þátt í starfsemi félagsins en í 5 greina laga Blindraféagsins segir:
Aðrir en að ofan greinir geta gerst bakhjarlar Blindrafélagsins og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt á félagsfundum. Bakhjarlar félagsins eru kjörgengir til trúnaðarstarfa á vegum félagsins og hafa þá óskoraðan atkvæðisrétt á fundum stjórna og nefnda sem þeir eru kjörnir til setu í.
Skráning fer fram á styrkja.is, bakhjarl@blind.is eða í síma 525 0000.