Hreyfing og útivist

Félagsmönnum Blindrafélagsins standa til boðað fjölbreytt tækifæri til hreyfingar og útivistar.

Til viðbótar við það sem boðið er uppá á vettvangi Blindrafélagsins þá hefur Sjónstöðin boðið uppá sjúkraþjálfun hjá Afl sjúkraþjálfun auk þess sem að félagsmönnum Blindrafélagsins stendur til boða 30% afsláttur á æfingakortum hjá World Class. Til að fá afslátt hjá World Class, eða fá upplýsingar um viðburði eða þáttöku í heilsustarfi félagsins, þarf að hafa samband við skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525 0000 eða í gegnum blind@blind.is.

Heilsuklúbbur Blindrafélagsins.

Heilsuklúbburinn bíður upp á æfingar tvisvar í viku í húsi félagsins í Hamrahlíð 17. Boðið er upp á hreyfingu fyrir alla aldurhópa, byrjendur og lengra komna. Dagskráin er auglýst í fréttabréfinu og vefvarpinu.

Heljarmennafélagið - Útivistar og ferðaklúbbur Blindrafélagsins

Heljarmennafélagið er félagsskapur fyrir félaga innan Blindrafélagsins, aðstandendur þeirra og vini, sem hefur það hlutverk að standa fyrir gönguferðum, skíðaferðum og ýmiskonar annarri útivist á forsendum þeirra sem eru blindir eða sjónskertir.

Facebook síða heljarmannafélagsins.

Sundleikfimi

Félögum Blindrafélagsins stendur til boða að stunda sundleikfimi á vegum Trimmklúbbsins Eddu. Sundleikfimin fer fram í Grensáslaug á miðvikudögum. Ólafur Þór Jónsson er í forsvari fyrir sundleikfimina.