Verkefninu Vinir leiðsöguhunda er ætlað að:
Auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda og notenda þeirra í íslensku samfélagi
Létta notendum lífið og ýta undir jákvætt viðhorf fyrirtækja og stofnana
Auka virkni leiðsöguhundanotenda, hvetja þau til þátttöku í samfélaginu og auka sjálfstæði
Það kostar ekkert að gerast Vinur leiðsöguhunda.
Taktu þátt í að búa til betra samfélag fyrir öll og stuðla að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra.
Þátttaka felst í því að bjóða leiðsöguhunda og notendur velkomin og tilkynna það með sérstökum límmiða í glugga, birta mynd á vef, segja frá á samfélagsmiðlum o.fl.
Allir þátttakendur fá sitt merki (e. logo) á vefsvæði verkefnisins ásamt grunnupplýsingum um fyrirtækið/stofnunina.
Skrá fyrirtæki/stofnun sem Vin leiðsöguhunda