Umsögn Blindrafélagsins um frumvarp um breytingu á lögum um almannatryggingar

Almennt er það afstaða Blindrafélagsins að ákveðnir þættir frumvarpsins séu tilbóta. Á það einna helst við þann hluta frumvarpsins sem dregur úr skerðingum til bótaþega. Það telur Blindrafélagið mjög mikilvægt. Hins vegar er það skoðun Blindrafélagsins að forgangsraða eigi að vera með öðrum hætti. Í stað þess að byrja á því að bæta kjör þeirra lífeyrisþega sem eru í efri tekjumörkum hefði verið nær að byrja á því að bæta kjör þeirra sem tilheyra tekjulægsta hópnum, ef ekki er talið fært að gera hvort tveggja. Það er miður að svo hafi ekki verið gert.

Aðrir þættir frumvarpsins eru svo aftur með öllu ótækir að mati Blindrafélagsins og gengur félagið í raun svo langt að telja að ákveðin atriði frumvarpsins séu í andstöðu við stjórnarskrárvarin mannréttindi bótaþega.

Hér má sjá í pdf skjali umsögnina, sem unnin var af Páli Rúnari M. Kristjánssyni á Málfluttningsstofu Reykjavíkur, í heild sinni.