Hljóðbrot - Hljóðtímarit Blindrafélagsins - fimmti þáttur.
Fimmti þátturinn af Hljóðbrot, hljóðtímariti og tilraunar hlaðvarpi Blindrafélagsins er komið út. Þættinum stjórnar Baldur Snær Sigurðsson. Útsetningu annaðist Þorkell Jóhann Steindal.
Í þessari jóla útgáfu af Hljóðbroti er ýmislegt að finna. Sigþór U. Hallfreðsson, sendir okkur jólakveðju og hugvekju og við heyrum jólakveðjur frá framkvæmdarstjóra félagsins og öðrum félagsmönnum. Þorkell kíkti á jólaskemmtunina sem var haldin 30. nóvember síðastliðnum. Keli segir okkur einnig frá samstarfi sínu við leiðsöguhundinn Gaur, en þeir héldu upp á eins árs starfsafmæli nú fyrir stuttu. Ég ræði við Steinunni Sævarsdóttur, félagsráðgjafa hjá Miðstöðinni, en hún er starfsmaður mánaðarins að þessu sinni. Gísli Helgason sendir jólakveðju og smá hljóðbrot úr ferðalagi sem hann og Herdís Hallvarðsdóttir fóru í til Ísrael fyrr á þessu ári.
01 Kynning.
02 Gísli Helgason, jólakveðja og ferð til Ísrael.
03 Jólaskemmtun.
04 Jólakveðjur.
05 Starfsmaður mánaðarins.
06 Keli og Gaur.
07 Sigþór U. Hallfreðsson, jólakveðja og hugvekja.
08 Lokaorð.
Þið megið gjarnan senda okkur athugasemdir eða hugmyndir um efni í næstu þætti á netfangið blind@blind.is eða í síma 525 0000.