Annar þátturinn af Hljóðbrot, hljóðtímariti og tilraunar hlaðvarpi Blindrafélagsins er komið út. Þættinum stjórnar Rósa María Hjörvar. Rósa tekur viðtal við starfsmann mánaðarins sem að þessu sinni er Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri hjá ÖBÍ og starfsmaður aðgengis- og heilbrigðismálahópa ÖBÍ. Baldur Snær Sigurðsson, Sigþór U. Hallfreðsson, Marjakaisa Matthíasson og Rósa María ræða um UNK ráðstefnuna í Svíþjóð sem var í lok ágúst 2019. Steinunn Helgu fór með Opna húsinu á listasýningu Gerðar Guðmundsdóttur, "Skynjum - má snerta" í listasal Mosfellsbæjar og ræddi við hana.
01 Kynning
02 Spjall um UNK ráðstefnuna
03 Viðtal við Stefán Vilbergsson
04 Steinunn Helgu ræðir við Gerði Guðmundsdóttur
05 Lokaorð
Þið megið gjarnan senda okkur athugasemdir eða hugmyndir um efni í næstu þætti á heimasíðunni okkar.