Þriðji þátturinn af Hljóðbrot, hljóðtímariti og tilraunar hlaðvarpi Blindrafélagsins er komið út. Þættinum stjórnar Rósa María Hjörvar. Rósa tekur viðtal við starfsmann mánaðarins sem að þessu sinni er Dagný Kristmannsdóttir, Trúnaðarmaður hjá Blindrafélaginu. Baldur Snær Sigurðsson, Rósa María Hjörvar og Hlynur Þór Agnarsson ræða um rafræn skilríki. Þorkell Jóhann Steindal og Eyþór Kamban Þrastarson ræða um hvíta stafinn og Baldur Snær segir frá Korta forritinu frá Landsbankanum.
01 Kynning
02 Hvíti stafurinn
03 Starfmaður mánaðarins
04 Rafræn skilríki
05 Kortaforrit Landsbankans
06 Lokaorð
Þið megið gjarnan senda okkur athugasemdir eða hugmyndir um efni í næstu þætti á heimasíðunni okkar.