Frítt í bíó með sjónlýsingu

Félagsmönnum Blindrafélagsins, ættingjum þeirra og vinum er boðið sérstaklega á opnunarhátíð  menningarverkefnisins: "Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu" (Iceland and Poland Against Exclusion From Culture) þann 28. september 2013 kl. 15:00 í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík.

Darkness bióÁ opnunarhátíðinni mun kvikmyndinni „Í myrkri“ (Pólland 2011, 145 mínútur) verða sýnd með sjónlýsingu og talaðri þýðingu á samtölum yfir á íslensku í gegnum heyrnartól. Sjónlýsingunni og talaðri þýðingu á samtölum er ætlað að gera sýningu myndarinnar aðgengilegri fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga sem njóta svo sjónrænna upplifana sem bíósýning er, á talmarkaðri hátt án sjónlýsinga. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna á seinasta ári.

Hér má sjá kynningarbrot úr myndinni.

 Að lokinni sýningu myndarinnar verður farið yfir hvað þurfi að hafa í huga við gerð sjónlýsingar á kvikmyndum og álits bíógesta leitað í þeim efnum til að nýta í næstu verkefnum.

Að sýningu lokinni verður jafnframt efnt til móttöku til heiðurs leikstjóra kvikmyndarinnar, Agnieszku Holland. Þa´verður jafnframt opnuð sýningin „Andlit Agnieszku Holland. Pólland – Evrópa – Heimurinn.“  Sýningin fjallar um ævi og störf einnar af mikilvægustu leikstjórum og handritahöfundum samtímans,  sem einnig er sendiherra verkefnisins „Iceland and Poland Against Exclusion From Culture“.

Ókeypis boðsmiðar

Ókeypis boðsmiða er bæði hægt að fá hjá Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavik og hjá   Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, 525 0000, blind@blind.is

Verkefnið

Logo ICEPOL verkefni„Iceland and Poland Against Exclusion From Culture“ er samvinna til þriggja ára á sviði menningar milli Póllands og Íslands sem hefur það að markmiði að stuðla að þróun sjónlýsingar – aðferðar sem byggist á munnlegri lýsingu sem bætt er við sýningar á kvikmyndum, leikritum eða myndlist og sem lýsir fyrir blindum og sjónskertum hvernig sýningargripir líta út eða hvað fer fram á tjaldinu eða sviðinu.

 Frekari upplýsingar: info@excludedfromculture.eu  www.excludedfromculture.eu

 Supported by a grant from Iceland, Liechtenstein and Norway through the EEA Grants program and co-financed by Polish funds