Velkomin á Barna- og ungmennaþing Blindrafélagsins!

Tilgangur þingsins er að bjóða sjónskertum börnum og unglingum tækifæri til að ræða saman um ýmis málefni sem varða lif þeirra og styrkja þannig sjálfsmynd þeirra. Í þetta sinn er áætlunin að ræða um mál tengd skólagöngu og frítíma. Öllum börnum á aldrinum 6 til 20 ára er boðið að taka þátt. Börnum verður skipt í umræðuhópa eftir aldri. Í dagskrá er einnig listasmiðja sem allir taka þátt í. Að lokinni dagskrá eru niðurstöður þingsins kyntar í opnu húsi þar sem ætingum, vinum og vandamönnum er boðið að þiggja kaffi og meðlæti.


Blindrafélagið greiðir far fyrir þau börn sem koma utan af landi og tekur á móti þeim í Reykjavík ef þörf er á. Upplýsingar um barnaþingið verða einnig sendar í         skólana en foreldrar þurfa sjálfir að sækja um leyfi fyrir börnin sín.
Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 27. september nk. á netfangið kaisa@blind.is eða í síma 525-0000. 

 Drög að dagskrá Barna- og ungmennaþings 15.október 2013

10:00 Opnun Barna- og ungmennaþings og kynning á þátttakendum.
10:10 Kynning á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
10:30 Listasmiðja: Allir taka þátt og verkin munu verða til sýnis í Hamrahlíð 17.
12:30  Hádegisverður: pizzuveisla
13:30 Umræður í barnaþing. Börnum er skipt í hópa eftir aldri. Hvaða vandamál upplifið þið í skólanum? Hvað er jákvæð og gott þar? Hvaða vandamál upplífið þið heima? Hvað er jákvætt og gott?
15:30 Opið hús þar sem verk listasmiðjunnar verða til sýnis og sagt verður frá niðurstöðum barnaþings.

Við vonumst til að sjá sem flesta á barnaþinginu.