Miðvikudaginn 25. nóvember kl 17:00 verður Retina Ísland (RP deild Blindrafélagsins) með opinn fræðslufund að Hamarhlíð 17 þar sem megin áherslan verður lögð á fræðslu um arfgenga sjúkdóma í sjónhimnu og kynningu á starfsemi erfða og sameindarlæknisfræði deildar LSH.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Sigþór U. Hallfreðsson formaður Retina Íslands:
Fundarsetning og fundarstjórn.
2. Kristinn Halldór Einarsson, stjórnamaður í Retian Ísland og framkvæmdastjóri Blindrafélagsins:
Frásögn af ráðstefnu írsku Fighting Blindness samtakanna í Dublin sem fram fór 6 - 7 nóvember og starfi Retina International.
3. Jón Jóhannes Jónsson, prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands og yfirlæknir erfða og sameindalæknisfræðideildar LSH:
Kynning á hugmyndafræði erfðalækninga og starfsemi erfða og sameindalæknisfræðideildar Landsspítala Háskólasjúkrahúss og þeirri þjónustu stendur þeim til boða sem eru með arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu, svo sem eins og AMD, RP, LCA, Usher, Stargard o.fl.
4. Fundarslit
Pizzusmakk og samræður.
Fundurinn er öllum opinn. Sérstaklega eru þeir hvattir til að mæta, og þá gjarnan með aðstandendum, sem eru með arfgenga augnsjúkdóma.