Stuðningur til sjálfstæðis.
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfsemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Með því að kaupa happdrættismiða tekur þú virkan þátt í að styðja blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri til sjálfstæðis og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.
Sumarhappdrætti Blindrafélagsins 2025 er hafið.
Happdrættismiðar hafa verið sendir sem valkröfur í heimabanka stuðningsaðila Blindrafélagsins merktir "Blindrafélagið - Happdrætti". Númerið á happdrættismiðanum er númerið á kröfunni. Sala á happdrættismiðum á netinu fer af stað fljótlega, en einnig er hægt að kaupa miða á skrifstofu félagsins í Hamrahlíð 17 og í síma 525 0000.
Glæsilegir vinningar:
Toyota Yaris Active að verðmæti kr. 4.890.000.
10 gjafabréf frá Erninum, hvert að vermæti kr. 500.000.
15 gjafakort frá Smáralind, hvert að verðmæti kr. 100.000.
25 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti kr. 300.000.
30 gjafakort frá Bónus, hvert að verðmæti kr. 100.000.
30 Samsung Galaxy Tap A9 LTE 64 gb spjaldtölva, hver að verðmæti kr. 49.990.
15 Samsung Galaxy S25+, 128 gb símar, hver að verðmæti kr. 209.990.
15 Samsung Galaxy Z Flip6 256 gb símar, hver að verðmæti kr. 199.995.
50 gjafabréf frá Útilíf, hvert að verðmæti kr. 200.000.
Alls 186 skattfrjálsir vinningar að verðmæti kr. 39.164.525.
Upplag 60.000.
Dregið 7. júlí 2025.
Stuðningur þinn er mikilvægur!