Fjölgun umferðarljósa með hljóðmerkjum.

umferðarljósReykjavíkurborg kynnti fyrir Blindrafélaginu á seinast ári áætlun um að fjölga verulega gönguljósum með hljóðmerkjum í miðborginni. Við eftirgrennslan hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um hver staðna væri á verkefninu, fengust þær fréttir að búið væri að setja upp við hljóðmerki við gangbrautarljós við Lækjargötu - Bankastræti, Rauðarárstíg, Hverfisgötu, Flókagötu, Egilsgötu og Bergþórugötu. Eftir er að setja hljóðmerki við Snorrabraut, en það er töluvert verkefni þar sem það þarf að færa til staura. Stefnt er að því að Snorrabraut ásamt Laugaveginum klárist á árinu.

Félagsmenn Blindrafélagsins sem leið eiga um þessar götur eru hvattir til að láta félagið vita ef reynslu sinni af þessum hljóðmerkjum.