Blindrafélagið gerir samninga við Árborg og Ísafjörð um ferðaþjónustu fyrir lögblinda íbúa þessara sveitarfélaga í Reykjavík

Samningurinn við sveitarfélagið Árborg tekur á ferðaþjónustu fyrir lögblinda íbúa Árborgar í Reykjavík. Samkvæmt samningnum munu notendur fá ferðaþjónustu í Reykjavík í tengslum við félagsþjónustu Blindrafélagsins og greiða fyrir hana sem svarar einu strætó-fargjaldi.

Samningur Blindrafélagsins við Ísafjarðarbæ tekur á ferðaþjónustu fyrir einstakling sem stundar nám á Akureyri og gildir þjónustan þar í bæ. Jafnframt mun þessi tiltekni einstaklingur fá allt að 12 ferðaþjónustuferðir á höfuðborgarsvæðinu á ári á sömu kjörum og lögblindir íbúar Reykjavíkur.

Blindrafélagið hefur lengi barist fyrir því að lögblindir íbúar á landsbyggðinni njóti einhverrar ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, enda þurfa þeir eins og aðrir landsmenn að sækja þangað margvíslega þjónustu. Báðir samningarnir eru að þessu leiti tímamótasamningar þar sem þetta eru fyrstu ferðaþjónustusamningarnir sem Blindrafélagið gerir þar sem ferðaþjónustu þarfir blindra íbúa, sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur, utan lögheimils sveitarfélags er viðurkennd.