Blindrafélagið hefur gert samning við símafyrirtækið Tal um frían aðgang lögblindra félagsmanna sinna að 118 bæði úr farsímum og heimasímum. Þeir félagsmenn sem eru með símana sína í áskrift hjá Tali geta nú haft samband við Klöru Hilmarsdóttur ráðgjafa Blindrafélagsins og beðið um að fá þessi fríðindi fyrir sig. Það er ekki hægt að hafa beint samband við símafyrirtækið eða Já-upplýsingaveitur þar sem þessi fríðindi eru bundin félagsaðild að Blindrafélaginu og vottorði um að viðkomandi sé með sjón undir lögblindumörkum.
Símafyrirtækið Tal veitir eldri borgurum 10%afslátt af föstum mánaðargjöldum sem gerir mörgum félagsmönnum Blindrafélagsins kleift að lækka mánaðarlegan símakostnað sinn.