Batman kemur til Íslands

Daniel Kish á hjóli.Dagana 11. – 14. júní n.k. mun Daniel Kish verða hér á landi í boði Blindrafélagsins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Daniel Kish hefur þróað með sér hlustun til að átta sig í umhverfinu en hann missti sjónina þegar hann var þrettán mánaða. Undanfarin ár hefur Daniel Kish ferðast mikið um heiminn til að kynna aðferðir sínar fyrir kennurum sem vinna með blindum og sjónskertum einstaklingum en auk þess vinnur hann við kennslu. Það er mikill heiður að fá Daniel Kish til landsins.

Daniel Kish mun verða með kynningu á hlustun í umferli þriðjudaginn 11.júní kl. 16:00 í sal Blindrafélagsins á 2.hæð í Hamrahlíð 17. Kynningin verður opin öllum sem áhuga hafa og verður túlkuð á íslensku. Þeir sem þurfa túlkun á táknmáli eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 545-5800 fyrir 6. júní.

Námskeið með Daniel Kish

Daniel Kish mun halda nokkur námskeið um hlustun í umhverfinu (ecolocation) vikuna 11.-14. júní.

  1. Námskeið ætlað blindum einstaklingum. Það fer fram 12. og 13. júní. Þann 12. júní kl. 13:00 – 16:00 og þann 13. júní kl. 09:00 – 12:00.
  2. Námskeið ætlað þeim sem eru sjónskertir. Það fer fram þann 13. júní kl. 13:00 – 16:00.
  3. Námskeið opið öllum áhugasömum. Það fer fram þann 14. júní kl. 09:00 – 12:00.

Námskeiðin eru án endurgjalds. Mæting er í sal Blindrafélagsins á 2. hæð að Hamrahlíð 17. Hluti námskeiðanna er utandyra og því gott að hafa í huga að klæða sig vel. Kennslan fer fram á ensku en starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða til aðstoðar eins og þarf.

Skráning í síma 545-5800 fyrir 7. júní.

Frekari upplýsingar veitir Vala Jóna Garðarsdóttir í síma 545 5800 eða á vala@midstod.is

Daniel Kish

Daniel Kish er stofnandi og framkvæmdastjóri World Access
for the Blind World access for the blind - Logosem er með höfuðstöðvar sínar í San Fransisco í Kaliforníu en sinnir kennslu og þjálfun um víða veröld.  Hann er með Masters gráðu í þroskasálfræði og sérkennslufræðum og er hann fyrsti blindi einstaklingur heims til að öðlast báðar helstu gráður í áttun og umferli (orientation and mobility)  í Bandaríkjunum (COMS og NOMC). Reynsla hans og þekking er víðtæk og einstök.

Daníel hefur skrifað fjölda greina, kafla í kennslubækur og tekið þátt í mörgum rannsóknum á breiðu sviði en framlag hans til taugasálfræði og rannsókna á skynjun og á þróun tækni með blindum hefur vakið sérstaka athygli á undanförnum misserum. Hann hefur mikla þekkingu á samþættri heyrnar- og sjónskerðingu, einhverfu og hinum ýmsu fötlunum tengdum skynúrvinnslu. Framlag hans til rannsókna á skynjun ýmiskonar er viðtækt en á ferli sínum hefur hann vakið mesta athygli fyrir færni og kennslu á sviði hlustunar, í því að skynja rými og í því að nýta til þess endurkast hljóðbylgna (echolocation). Fyrir það hefur hann hlotið viðurnefnið Batman eða Leðurblökumaðurinn, en eins og víðþekkt er nota leðurblökur einkum endurkast hljóðs sem þær gefa frá sér til þess að skynja rými sitt og ferðast listilega vel um það. Með þrotlausri kynningarstarfsemi hafa Leðurblökumaðurinn Daniel og nemendur hans sýnt framá að blinda þarf ekki að takmarka virkni og sjálfstæði að eins miklu leiti og flestir telja. Hann er talsmaður þess að blindir og sjónskertir einstaklingar skilgreini eigin markmið, upplifi mikil afrek og setji markið hátt. Með skipulagðri þjálfun í hlustun, sem hann kallar flass sónar (flash sonar) er blindum og sjónskertum gert kleift að stunda útivist og fjallgöngur í krefjandi umhverfi, hjóla og nota línuskauta, auk þess vissulega að auðvelda daglegar ferðir og auka bæði öryggi og sjálfstæði.   

Síðustu árin hefur það verið markmið Daniels að deila reynslu sinni og þekkingu á þessu sviði með blindu og sjónskertu fólki og leiðbeinendum þeirra (umferliskennurum) um allan heim í von um að aðrir kennarar megi færa meiri breidd í kennsluaðferðir sínar. Óhætt er að fullyrða að með viðleitni hans og færni í því að deila aðferðum sínum hefur hann vakið gríðarlega athygli. Auk fjölda birtra greina í vísindatímaritum (t.d. New Scientist, Insight Magazine og Future Reflections)  og kynningum á faglegum ráðstefnum hefur hann einnig birt fjölda greina og viðtala í almennum fjölmiðlum, til dæmis í Los Angeles Times, Der Spiegel Science Magazine, Utne Visionaries, Men's Journal og Discover Magazine. Hann hefur kynnt hugmyndir sínar í vel þekktum sjónvarpsþáttum sem sýndir eru um víða veröld, svo sem Ripley's "Believe It or Not", National Geographic, The Doctors, fréttaskýringaþáttinn 20/20, Discovery channel documentary og Guinness World Records TV auk þess að heimildamyndir um starf hans og hugmyndir hafa notið vinsælda á NBC og á Fox sjónvarpsstöðvunum. Fjöldi myndbanda er að finna á youtube og virðist almenningur heimshorna á milli vera farinn að kannast við afrek leðurblökumannsins.

Daniel Kish leiðir hóp í gögnu.Undanfarin ár hefur Daniel Kish verið á stöðugu ferðalagi um heiminn til að kynna aðferðir sínar fyrir kennurum sem vinna með blindum og sjónskertum einstaklingum auk þess að vinna beint við kennslu með börnum og foreldrum þeirra í þeim löndum sem hann heimsækir. Þeim skiptir nú mörg hundruðum.

Daniel mun koma til Íslands í júní í boði Blindrafélagsins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Ýmsir tenglar

Hér er að finna nokkra tengla af netinu en þessi listi er langt frá því að vera tæmandi.

Myndbönd

Heimasíður