Sumarferð Blindrafélagsins 2013.

20. júlí    Lagt af stað með rútu frá Reykjavík í Skaftafell um hádegisbil og tjaldað í Skaftefelli um kvöldið.

21. júlí    Gengið í Skaftafelli þar sem völ er á fjölbreyttum gönguleiðum með misjöfnu erfiðleikastigi.
22 júlí     Lagt af stað í Grágæsadal með viðkomu í Jökulsárlóni. Komið seinnipartinn og tjaldað.
23 júlí     Gengið í nágrenni Grágæsadals undir leiðsögn Völundar.
24 júlí     Gegnið í nágrenni Grágæsadals fyrri hluta dags. Tekið saman seinnipartinn og haldið í Snæfellsskála.Snæfell
25. júlí    Lagt til atlögu við Snæfell, hæst fjall á Íslandi utan jökla, að morgni dags. Gert er ráð fyrir að gangan á Snæfell geti tekið 10 – 12 klst. Þeir sem ekki vilja fara á Snæfell eiga þess kost að fara fyrr niður í Atlavík í Hallormsstaðarskógi þar sem verður tjaldað yfir nóttina.
26. júlí   Keyrt til Egilsstaða og þaðan á Borgarfjörð eystra þar sem Bræðslan verður á laugardagskvöldið.
27 júlí    Gengið í nágrenni Borgarfjarðar. Tónlistarhátíðin Bræðslan um kvöldið.
28 júlí    Keyrt á Mývatn þar sem verður tjaldað. Gegnið í nágrenninu og farið í jarðböðin.
29 júlí    Farið til Húsavíkur þar sem þeir sem vilja geta farið í hvalaskoðun. Keyrt til Akureyrar um miðjan dag þar sem verður stoppað og svo haldið til Reykjavíkur þar sem ferðinni lýkur.. 

Kostnaður:
Kostnaður við rútu er áætlaður um 100.000 þúsund krónur á mann. Innifalið er rútan, gistingarkostnaður, leiðsögn og matur og nesti fyrir alla dagana.

Ferðamáti:
Loftur Ásgeirsson, sem oft hefur séð um keyrslu í ferðunm Blindrafélagsins, mun keyra okkur í rútu frá Hópferðamiðstöðinni.

Þátttaka og fjöldi þátttakenda:
Félagar Blindrafélagsins ásamt ættingjum þeirra og vinum njóta forgangs í ferðina. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður, fyrstir koma fyrstir fá. Skráning í ferðina er á khe@blind.is

Leiðsögn:
Aðstoð við blinda og sjónskerta mun verða skipulögð sérstaklega.
Gert er ráð fyrir að fengin verði leiðsögn frá Völundi og Hörpu Völundardóttur þegar gegnið verður í nágrenni Grágæsadals, frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs við uppgönguna á Snæfell og frá heimamönnum á Borgarfirði eystra við gönguna þar. Ekki er þörf á sérstakri leiðsögn í Skaftafelli um fram það sem verður til staðar í hópnum. 

Æfingar:
Með hækkandi sól mun verða skipulagðar æfingagöngur fyrri þá sem ætla að koma í gönguna.

Gisting:
Gist verður í tjöldum allan tíman. Þó er möguleiki á að gista í Snæfellsskála og eins geta þeir sem það vilja hugsanlega fengið pláss á gistiheimili á Borgarfirði eystra, ef þeir panta nægjanlega snemma, en það er á ábyrgð hver og eins og gera slíkt.