Blindrafélaginu færð peningagjöf

Kristinn Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins veitir peningagjöf Jínínu Magneu viðtöku, standandi á milli þeirra hjóna Jónínu Magneu Helgadóttur og Sigurbjörns Guðjónssonar.Jónína Magnea, sem nýlega hélt upp á 80 ára afmælið sitt, færði félaginu peningagjöf uppá 86 þúsund krónur. Enn í tilefni afmælisins hafði hún óskað eftir að í stað afmælisgjafa yrði henni færð peningaframlög sem hún ætlaði að færa Blindrafélaginu að gjöf. Aðspurð sagði Jónína Magnea að ástæða þessa væri sú frábæru þjónustu sem hún hafi í gegnum árin notið af hálfu félagins, en Jónina Magnea hefur verið félagi í Blindrafélaginu í nokkur ár og meðal annars sótt opið hús sem félagið heldur úti fyrir eldri félagsmenn.

Blindrafélagið heldur út mjög fjölbreyttri starfsemi sem er að langmestu leiti (90%) fjármögnuð af sjálfsaflafé. Það er meðal annars fyrir örlæti og góðan hug einstaklinga eins og Jónínu Magneu sem félaginu er gert fært að halda úti öflugri, fjölbreyttri og mikilvægu starfsemi. Þetta er starfsemi sem er mjög mikilvæg blindu og sjónskertu fólki á öllum aldri; börnum jafnt sem eldri borgurum og öllum þar á milli. Blindrafélagið færir þeim hjónum kærar þakkir fyrir gjöfina og þann góða hug sem hún ber með sér í garð félagsins.