Fundargerð 17. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2018 – 2019, haldinn miðvikudaginn 10. apríl kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.
Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.
Fjarverandi: Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, sem var fjarverandi lýsti yfir samþykki sínu á ársreikningunum.
Sérstakur gestur fundarins var Guðný Helga Guðmundsdóttir, löggiltur endurskoðandi KPMG.
1. Fundarsetning.
SUH bauð fundarmenn velkomna til fundarins sem að er haldinn til að skrifa undir og samþykkja ársreikninga Blindrafélagsins og Verkefnasjóðs.
2. Afgreiðsla ársreikninga.
Fyrir fundinum lágu ársreikningar Blindrafélagsins og Verkefnasjóðs.
SUH bauð Guðný að gera grein fyrir þeim breytingum sem höfðu verið gerðar á framsetningu ársreikninganna frá seinasta fundi þegar ársreikningurinn var kynntur, sem og hún gerði ásamt því að fara yfir ársreikning Verkefnasjóðs.
Í skýrslu stjórnar segir um starfsemi Blindrafélagsins á árinu segir:
Heildarvelta félagsins 2018 nam 235,1 milljónum króna, sem er 3,4 % aukning frá 2017. Hagnaður ársins að meðtöldum fjármagnsliðum og afskriftum nam 13,3 milljónir króna, í samanburði við 9,4 milljón króna tap árið 2017. Alls störfuðu 20 einstaklingar hjá félaginu á árinu sem voru að meðaltali í 14 stöðugildum.
Það er álit stjórnar félagsins að allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins í árslok, rekstrarafkomu ársins og fjárhagslegri þróun félagsins, komi fram í ársreikningnum.
Í áritun óháðs endurskoðanda segir:
Við höfum endurskoðað ársreikning Blindrafélagsins fyrir árið 2018. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu félagsins 31.desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018, í samræmi við lög um ársreikninga.
Stjórn Blindrafélagsins og framkvæmdastjóri staðfestu ársreikning félagsins fyrir árið 2018 með áritun sinni.
Um starfsemi Verkefnasjóðs:
Sjóðurinn var stofnaður árið 2006. Tilgangur sjóðsins er að veita fé í tiltekin verkefni. Blindrafélagið fer með stjórn sjóðsins og tekur ákvörðun um úthlutun. Gjöld umfram tekjur árið 2018 námu 46,5 millj.kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sjóðsins í árslok nam 55,6 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi.
Í áritun óháðs endurskoðanda segir:
Við höfum endurskoðað ársreikning Verkefnasjóðs Blindrafélagsins fyrir árið 2018. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringa. Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhags stöðu sjóðsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018, í samræmi við lög um ársreikninga.
Stjórn Blindrafélagsins staðfesti ársreikning sjóðsins fyrir árið 2018 með undirritun sinni.
Fundi slitið kl.13:00.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.