29. ágúst, 2018
Samið hefur verið við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um rekstur miðstöðvar máltækniáætlunar fyrir íslensku, að undangengnu útboði. Miðstöðin mun hafa yfirumsjón með framkvæmd og samhæfingu máltækniverkefnisins, verkáætluninni Máltækni fyrir íslensku 2018 – 2022 sem stýrihópur um máltækni fyrir íslensku lagði fram á síðasta ári og er nú fullfjármögnuð í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, stjórnarformaður Almannaróms undirrituðu samninginn í Listasafni Íslands í vikunni.
Lesa frétt
25. júní, 2018
Fimmtudaginn 21 júní sýknað i Hæstiréttur fyrrverandi og núverandi stjónarmenn Blindrafélagsins í meiðyrðamáli sem Bergvin Oddsson höfðaði gegn þeim, vegna orðalags í ályktun stjórnar Blindrafélagsins þegar stjórnin lýsti yfir vantrausti á Bergvin, sem Þá var formaður félagsins.
Lesa frétt