Ferða- og útvistarnefnd Blindrafélagsins er að skipuleggja ferð til Færeyja sumarið 2019, dagana 10. til 15. júlí. Gist verður í Hotel Tórshavn niður í bæ. Nóttin kostar DKK 1190 (tæplega 20.000 kr. skv. gengi núna) í tveggjamannaherbergi og DKK 890 (tæplega 15.000 kr.) í einsmannsherbergi.
Flogið verður með Atlantic Airways:
Flug RC 402, 10. juli 2019 frá Reykjavik til Vágar kl. 09:20, lending kl. 11:45. Flug heim: RC 401, 15. juli 2019 frá Vágum til Reykjavíkur kl. 08:50, lending kl. 09:20 Verð á flugmiða er DKK 2.045 (34.000 kr.) og í verðinu er innifalið ein taska.
Í boði eru 15 herbergi og 30 flugmíðar. Skráningin í ferðina fer fram í afgreiðslu Blindrafélagsins fyrir 25. september nk.
Þeir sem þurfa á aðstoð að halda í ferð sem þessari bera sjálfir ábyrgð á að ferðast með aðstoðarmanneskju.
Frekari upplýsingar um fararstjóra, dagskrá og skipulag ferðarinnar verða kynntar þegar nær dregur og fyrir liggur að næg þátttaka fæst.
Ferða- og útivistarnefnd Blindrafélagsins.