Þann 28. júní næstkomandi verða liðin 35 ár frá því að Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti Íslands. Af því tilefni hefur verið efnt til fjölbreyttar dagskrár á Arnarhóli sem hefst kl 19:40 næstkomandi sunnudag. Dagskráin verður blanda tónlistar og talaðs máls og verður hún send út í beinni útsendingu sjónvarps RÚV. Listrænn stjórnandi dagskrárinnar er Kolbrún Halldórsdóttir og stjórnandi útsendingarinnar verður Egill Eðvarðsson.
Meðal þeirra listamanna sem koma fram í hátíðardagskránni er Már Gunnarsson, 15 ára gamall félagsmaður Blindrafélagsins. Hann mun frumflytja lag sitt, Vigdís, ásamt fjölda annarra hljómlistarmanna. Blindrafélagið er stolt af því að í röðum félagsins eru fjölmargir hæfileikaríkir hljómlistarmenn og er Már Gunnarsson einn af þeim.
Hægt er að lesa nánar um dagskránna á vefsíðunni http://vigdis.hi.is/