AMD =Aldurstengd hrörnun augnbotna.
Þriðjudaginn 26.maí nk. mun AMD (Aldurstengd hrörnun í augnbotnum) deild Blindrafélagsins standa fyrir fræðsludegi í samkomusal Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 2.hæð frá kl 17 til 19.
Kristín Gunnarsdóttir sjóntækjafræðingur hjá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga mun flytja fræðsluerindi um Charles Bonnet heilkennið.
Þá mun Guðleif Helgadóttir stjórnarmaður deildarinnar og hjúkrunarfræðingur fjalla um AMD sjúkdóminn.
Einnig mun Vala Jóna Garðarsdóttir umferlissérfræðingur hjá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni kynna ýmis hjálpartæki sem nýtast blindum og sjónskertum í daglegu lífi.
Ekki þarf að skrá þátttöku, einstaklingar með AMD sjúkdóminn og aðstandendur þeirra eru hvattir til að mæta.
Boðið verður upp á súpu og brauð á fundinum.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður G. Tómasson formaður AMD deildar Blindrafélagsins í síma 861 3800.
Með sumarkveðju
Stjórn AMD deildar Blindrafélagsins
Hvað er AMD?