Að þessu sinni munu starfsmenn ekki vinna að einu afmörkuðu verkefni heldur verður unnið að mörgum mismunandi verkefnum. Helstu verkefni sem eru á dagskrá hópsins eru: skipulagning Alþjóðadags daufblindra, að búa til efni fyrir valdar greinar frá yngri kynslóðinni og eftirfylgni með aðgengismálum sem áður hefur verið unnið að. Auk þess verður ráðist í nokkur ný viðaminni aðgengisverkefni eins og að auka vitund flugvallarstarfsmanna um þjónustu við fatlaða. Hópurinn hefur að leiðarljósi að fræðast, hafa gaman og afkasta miklu og vinnur eftir slagorði Áslaugar: „Tala minna, gera meira“.