Sjónverndarvikan

SjónverndarplakatAugnlæknafélag Íslands, Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, Lions á Íslandi og Þjónustu og þekkingarmiðstöðin fyrir blinda, sjónskerta og daufblind einstaklinga standa sameiginlega að sjónverndarvikunni, sem afmarkast af 9. október, sem er aklþjóðlegi sjónverndardagurinn og 15. október sem er Dagur Hvíta stafsins.

Markmið sjónverndarvikunnar eru:

  • auka vitund almennigs á mikilvægi þess að huga vel að sjónheilsunni,
  • fræða almennig um hvað hægt er að gera til að hlúa vel að sjóninni,
  • fæða fagfólk, blinda og sjónskerta einstaklinga, aðstendendur þeirra og aðra áhugasama um það sem helst er að gerast í rannsóknum og tilraunum við að finna meðferðir við ólæknandi blinduvaldandi sjúkdómum,
  • styrkja starfsemi Augndeildar Landsspítala Íslands,
  • vekja athygli á hagsmunamálum blindra og sjónskertra einstaklinga.

Á dagskrá sjónverndarvikunnar eru:

  • Ráðstefnan barist gegn og lifað með blindu og sjónskerðingu, haldin á Reykjavík Natura 10. október.
  • Heimsókn alheimsforseta Lions til Íslands. Enn hann mun færa Augndeild Landsspítalans tvö verðmæt augnlækningatæki að gjöf þriðjudaginn 14. október.
  • Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur sem á ýmsu sem snýr að sjónvernd, augnlækningum og hjálpartækjum og búnaði fyrir blinda og sjónskerta.
  • Haustappadrætti Blindrafélagsins hleypt af stokkunum 15. október þar sem allir þeir sem kaupa happdrættismiða fá ókeypis 100 þúsnd dollara sjóntryggingu sem gildir til 1. janíar 2016.
  • Blindrafélagið sendir öllum heimilum landsins upplýsingar um hvernig hægt er að hlúa vel að sjóninni.
  • Hádegisverðarfundur um blinda og sjónskerta háskólanemnendur verður haldinn í samstarfi Blindraféalgsins og SHÍ miðvikudaginn 15. október 2014 að Hamrahlíð 17.