Ráðstefna á Reykjavík Natura 10. október 2014 í tilefni af alþjóðlegum sjónverndardegi.
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Barist gegn og lifað með blindu og sjónskerðingu.
Fyrri hluti ráðstefnunnar mun fjalla um þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga auk þess sem nokkrir úr þeirra hópi munu segja frá högum sínum.
Eftir hádegi verður lögð áhersla á umfjöllun um rannsóknir og tilraunir til að finna meðferðir við ólæknandi arfgengum hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnu, eins og AMD, RP, LCA, USHER o.fl. Fyrirlesarar verða bæði erlendir og innlendir vísindamenn. Aðalfyrirlesarinn verður Dr. Gerald J. Chader frá Bandaríkjunum, sem mun flytja ítarlegan yfirlitsfyrirlestur um það helsta sem er að gerast í rannsóknum og tilraunum á þessum vettvangi víða um heim.
Boðið verður uppá túlkun frá ensku yfir á íslensku og íslensku yfir á ensku.
Ráðstefnustjórar:
Brynhildur Ingvarsdóttir formaður Augnlæknafélags Íslands, Einar Stefánsson prófessor og Rósa María Hjörvar, sjónskertur einstaklingur af völdum RP.
Dagskrá:
10:00 Setning: Bergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins.
10:10 Íslenska módelið í þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar.
Huld Magnúsdóttir forstjóri Þjónustu og þekkingamiðstöðvarinnar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞÞM).
10:30 Að missa alla sjón.
Halldór Sævar Guðbergsson, atvinnuráðgjafi ÞÞM
10:50 Frásagnir notenda þjónustunnar:
Inga Dóra Guðmundsdóttir foreldri og Íva Marín Adrichem menntaskólanemi
11:10 Hvernig er að lifa með RP
Halla Dís Hallfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur.
11:20 Hvernig er að lifa með AMD.
Rut Rebekka Sigurjónsdóttir listmálari
11:30 Einkenni aldurstengdrar augnbotnahrörnunar og sjónhjálpartæki.
Estella Björnsson, sjóntækjafræðingur.
12:00 Hádegisverðarhlé
Hádegisverður í boði ráðstefnuhaldara.
13:00 Kynning á síðari hluta ráðstefnunnar sem stýrt verður af Einari Stefánssyni prófessor.
13:05 Retina international ráðstefnan í París í júní síðastliðnum frá sjónarhól íslensk augnlæknis.
Sigríður Másdóttir yfirlæknir ÞÞM.
13:10 Yfirlitsfyrirlestur: "Retinal Degenerations: Moving From Scientific Darkness to the Light of Clinical Trials".
Dr. Gerald J. Chader.
14:40 Inherited retinal disorders; Patient registry and the TESOLA trial at Oslo University Hospita.l
Josephine Prener Holtan doktorsnemi og aðstoðarlæknir við Augndeild Háskólasjúkrahússins í Osló.
15:10 Erfðafræði og arfgerðargreining augnsjúkdóma. Genetics and genotyping of retinal diseases.
Kristinn P Magnússon Prófessor í erfðafræði við Háskólann á Akureyri. Professor of Genetics at University of Akureyri.
15:30 Lífeðlisfræðileg ferli í hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnu. Physiological processes in retinal degenerative diseases.
Þór Eysteinsson, Prófessor í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands, professor of physiology, University of Iceland.
16:00 Staða gláku í augnlækningum á Íslandi. María Soffía Gottferðsdóttir augnlæknir
16:30 The importance of patients registries and accurate diagnoses.
Christina Fasser forseti Retina International.
16:45 Ráðastefnuslit & hanastél.
Skráning á ráðstefnuna er á khe@blind.is