Tilgangurinn með veitingu Samfélagslampans er vekja athygli á fyrirtækjum, stofnunum og/eða tilteknum aðgerðum eða verkefnum, sem með einum eða öðrum hætti hafa stuðlað að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga.
Aðilarnir eru Alþingi Íslendinga og Blindravinafélag íslands.
Rökstuðningur og áletrunin á Samfélagslampanum sem Alþingi Íslendinga var veittur er:
„Stuðningur til sjálfstæðis!
Samfélagslampi Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi árið 2010
Veittur fyrir farsæl og fagleg vinnubrögð sem leiddu til góðrar samstöðu við stefnumótun og undirbúning lagafrumvarps um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi Íslendinga 18 desember 2008.
Alþingi Íslendinga er falin varðveisla þessa Samfélagslampa til áminningar um mikilvægi samráðs við hagsmunaaðila allt frá stefnumótun þar til mál eru til lykta leidd.“
Rökstuðningur og áletrunin á Samfélagslampanum sem Blindravinafélagi Íslands var veittur er:
„Stuðningur til sjálfstæðis
Samfélagslampi Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi
Veittur Blindravinafélagi Íslands árið 2010, fyrir frumkvæði og stuðning, í nálægt 80 ár, við að bæta líf og möguleika blindra og sjónskertra einstaklinga.“