Viðburðarík vika framundan

Vikan 11 - 15 október verður viðburðarík á vettvangi Blindarfélagsins.
Þann 13 október verður vísnda fræðslu og spjallfundur RP deildar Blindrafélagsins og hefst hann klukkan 20:00 og verður í sal Blindrafélagsins. Fimmtudaginn 14 október, sem er Alþjóðlegur sjkónverndardagur, verður svo málstofa í sal Blindrafélagsins með þátttöku  Dr. Weng Tao, bandarísks vísindamanns, auk íslenskra. Málstofan hefst klukkna 17:00. Föstudagurinn 15 október er síðan Dagur Hvíta stafsins og af því tilefni standa Blindrafélagið og Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga fyrir viðamikilli dagskrá sem hefst klukkan 13:00 fyrir framan Kjörgarð á Lauigavegi 59. Kaffisamsæti verður svo í Oddfellow húsinu að lokinni göngu niðu Laugaveginn.  Þátturinn samfélagið í nærmynd, sem er á Rás 1 milli klukkan 11 og 12 mun verða sendur út frá Hamrahlíð 17 á degi Hvíta stafsins.
Nánari upplýsingar um viðburðina má finna á viðburðardagatalinu á þessari síðu.