Norrænar sumarbúðir í Danmörku  

Í ár er komið að Dönum að halda norrænar sumarbúðir. Þær verða haldnar dagana 15 til 22 júlí á stað sem heitir Skovgården sem er i Middelfart á eyjunni Fjón. 

Á dagskrá sumarbúðanna er m.a. sigling og klifur, matreiðsla og tónlist - og að sjálfsögðu einhverjar óvæntar uppákomur. Auk þess er farið í dagsferðir út í náttúruna og nálæga bæi, m.a. heimsækjum við Óðinsvé, fæðingarbæ H. C. Andersen.  
Hvert land getur sent 5 þátttakendur á aldrinum 18 til 36 ára á sumarbúðirnar. Þátttökugjaldið 35.000 kr. og inniheldur flugferðir, ferðir í Danmörku, gistingu og fæði.
Sumarbúðirnar fara fram á ensku. Þeir sem ekki hafa tekið þátt áður hafa forgang. Skráning fer fram á netfang: kaisa@blind.is

og verður lokað fyrir skráningu þann 29. mars. Við skráningu þarf að koma fram nafn, kennitala, heimilisfang og símanúmer. Nafn og símanúmer foreldris þarf einnig að fylgja með.