Norðlenskar fjölskyldur hittust í Grenivík

Dagskráin hófst í íþróttasal grunnskólans á Grenivík þar sem farið var í ýmsa leiki til að brjóta ísinn. Öllum fannst mjög gaman að mynda lifandi styttur. Á meðan krakkarnir héldu áfram í leikjum og spilum bauðst foreldrum tækifæri á að spjalla saman og fá nánari upplýsingar um starfsemi Norðurlandsdeildar félagsins. Svo var farið í sund, slakað á i heita pottinum og farið í eltingaleiki í sundlauginni.

Eftir pitsuveisluna í veitingarhúsi Kontornum var kominn tími á fjölskyldujóga undir leiðsögn Gerðar jógakennara. Jógatíminn kom skemmtilega á óvart og lærðu allir að fara í ýmsar jógastellingar svo sem tré, tvöfaldan hund og dreka.