Veturinn 2007 – 2008 unnu tveir hópar blindra og sjónskertra nemenda
verkefni í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Fjölbreytileg áferð, lykt
og hljóð efnanna voru nemendum og kennurum hvatning í leit sinni að
nýjum og ævintýralegum möguleikum. Ýmis áhöld og aðferðir voru nýtt
til að gera leiðangurinn áhrifaríkari. Afraksturinn voru þrívíð
verk/skúlptúrar sem teygðu sig allt frá skringilegum skartgripum
yfir í leiktæki og landsvæði.
Kennarar voru Brynhildur Þorgeirsdóttir, Gerður Leifsdóttir og
Margrét H. Blöndal.
Börnin sem sýna verk sín eru; Ólafur Einar Ólafsson, Ásdís Ægisdóttir, Sandra Gunnarsdóttir, Snæfríður Ingadóttir, Margrét Helga Jónsdóttir, Íva Marín Adrichem, Áslaug Ýr Hjartardóttir og Vaka Rún Þórsdóttir.
Á heimasíðu Myndlistaskólans eru frekari upplýsingar um verkefni þar
sem einnig má horfa á stutta heimildarmynd um vinnu nemenda og
vangaveltur þeirra. Verkefnið var unnið í samstarfi við
foreldradeild Blindrafélagsins og var stutt af Kólusi og Nóa-Síríusi.