Lokaskýrsla frá Skyttunum þrem

Lengst til vinstri er Snædís Rán, í miðjunni er Helga Dögg og lengst til hægri er Áslaug Ýr.Í inngangi skýrslunnar segir: "Við, Skytturnar þrjár, erum félagsmenn í Blindrafélaginu sem vorum ráðnar til að skoða aðgengismál fatlaðra í Reykjavík fyrir  Blindrafélagið. Við völdum Laugaveginn sem helsta skotmarkið enda er hann ein helsta lífæð Reykjavíkur. Við lásum meðal annars Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, fræddumst um byggingarreglugerð hjá aðgengisfulltrúa Blindrafélagsins, skrifuðum greinar og skýrslur og þræddum Laugaveginn alla leið niður á Ingólfstorg. Með dyggri aðstoð sérfræðinga auk starfsmanna Blindrafélagsins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, hefur okkur gengið nokkuð vel í þessu verkefni og við létum ekkert stöðva okkur. Hér á eftir er sagt frá öllu því helsta sem við lærðum og upplifðum. Hér má opna skýrsluna í pdf skjali.