Landssöfnun Lions - Rauða Fjöðrin

Til styrktar talgervlaverkefni Blindrafélagsins

Rauda-Fjodrin

Talgervlaverkefni Blindrafélagsins, sem fengið hefur yfirskriftina: "Nýr íslenskur talgervill í þjóðareign - Bætt lífsgæði Íslensk málrækt" mui njóta góðs af Rauðu fjaðrar söfnun Lionsfélaga í ár. Verkefnið felst í því að láta smíða nýjan vandaðan íslenskan talgervil sem stenst samanburð við það best sem þekkist. Samkvæmt fyrirliggjandi samningum við póslka fyrirtækið Ivona, sem valið hefur verið til samstarfs, mun talgervilinn verða tilbúinn eftir eitt ár,eða í apríl 2012. Heildarkostnaður er áætlaður 80 - 85 milljónir króna og er fjármögnun nánast tryggð ef Landssöfnun Lions skilar því sem vænta má af reynslu undangenginna ára, eða 15 - 20 milljónum króna.

Sigrún Pálsdóttir félagi í Blindrafélaginu og Lions nælir fyrstu Rauðu fjöðrina í jakkaboðung frú Vigdísar FinnbogadótturSérstök styrktarsímanúumer hafa verið stofnuð, til að auðvelda þeim að taka þátt í söfnunni sem ekki eiga kost á ða setja peningaí bauka Lions manna, og fá í staðinn Rauða fjöður. Þessi símanúumer eru:

904 1010.  1000 krónur
904 1030   3000 krónur
904 1050   5000 krónur.

Á myndinni hér til hægri má sjá Sigrúnu Pálsdóttur, félaga í Blindrafélaginu og Lions, nælar fyrstu Rauðu fjöðrina í jakkaboðung frú Vigdísar Finnbogadóttu.