Stuðningur til sjálfstæðis – styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi" (STS) úthlutar nú styrkjum í annað sinn. Úthlutað er um einni milljónum króna.
Stjórn STS hefur farið yfir allar umsóknir og gert tillögu um að samþykktar verði 11 umsóknir uppá: 967.823 krónur. Tillaga sjóðsstjórnar tekur mið af þeim upphæðum sem sjóðsstjórn hafði ákveðið að úthluta á þessu ári og hversu mikið var til ráðstöfunar eftir vorúthlutunina Úthlutun styrkja eftir styrktarflokkum er eftirfarandi:
A) Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra. Samtals 1 umsókn uppá um 150.000 krónur. Fyrr á árinu hafði verið úthlutað 1.640.000 krónum. Heildarúthlutun ársins er því 1.890.000 krónur.
B) Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins. Samtals 1 umsókn uppá 180.000 krónur. Fyrr á árinu hafði verið úthlutað 420.000 krónum. Heildarúthlutun ársins er því 600.000 krónur.
C) Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum og tölvubúnaði. Samtals 8 umsóknir uppá 420.823 krónur. Áður hafði verið úthlutað 600.000 krónum á árinu. Heildarúthlutun ársins er því 1.020.000 krónur.
D) Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar. Samtals 1 umsóknir uppá 270.000 krónur. Áður hafði verið úthlutað á árinu 1.520.000 krónum. Heildarúthlutun ársins er því 1.737.000 krónur.
Alls úthlutar sjóðurinn á árinu 2012 5.247.826 krónum.