Dagur Hvíta stafsins

Logo: Maður með hvítan staf15 október ár hvert er Dagur Hvíta stafsins. Dagurinn er alþjóðlegur og er tilgangurinn með honum að vekja athygli á málefnum blindra og sjónskertra einstaklinga og þá sérstaklega aðgengimálum og þeim aðgegnishindrunum sem hamla að þeir geti lifað sjálfstæðu lífi og verið samfélagslega virkir.

Aðgengismál er víðfemari málaflokkur en margir gera sér grein fyrir í fyrstu. Þegar nánar er að gáð þá snýst aðgegni um mannréttindi og það að geta lifað sjálfstæðu lífi. Aðgengishindranir geta valdið því að einstaklingar:

-      komast ekki leiðar sinnar án hjálpar,
-     
að öryggi, lífi og limum sé ógnað þegar farið er gangandi á milli staða,
-     
að hafa ekki aðgang að opinberum stöðum á sjálfstæðan máta,
-     
að geta ekki nýtt sér opinbera þjónustu,
-     
að geta ekki notið lista, menningar og afþreygingar,
-     
að hafa ekki aðgang að menntun,
-     
að hafa ekki aðgang að upplýsingum,

Aðgangshindranir geta haft margar birtingamyndir og þurfa ekki að vera bundnar við fatlanir og skerðingar. Það eru til dæmis ekki mörg ár síðan að bannað var að selja bjór á Íslandi, sem var auðvitað ekkert nema aðgengishindrun.

 það er rétt rúmlega mannsaldur síðan að konur höfðu ekki kosningarétt né kjörgengi - höfðu ekki aðgang að þátttöku að stjórnun og ákvarðanatöku í samfélaginu.

Aðgegni getur semsagt verið marskonar og í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skrifað undir, er fjallað um aðgengi fatlaðra og samfélagslegri þátttöku þeirra. Unnið er að innleiðingu þessa mannréttindasáttmála meðal annars með því að breyta lögum og regluverki. Grunnstef í sáttmálanum er að aðgenggishindranir, hvort sem að um er að ræða að umferðarmannvirkjum, byggingum upplýsingum, menntun, stjórnmálaþátttöku, menningu og hverju öðru sem snýr að möguleikum fatlaðra til virkrar samfélagsþátttöku, séu samfélagsleg úrlausnarefni en ekki vandamál fatlaðra sem þeir þurfi að yfirstíga.

Í þessu samhengi gegnir algild hönnun veigamiklu hlutverki til að veita okkur leiðsögn um lausnir . Það er nefnilega vel þekkt að bætt aðgegni eins fötlunarhóps, eins og t.d. hjólastólanotenda, getur leitt af sér ógnun á öryggi annars hóps og þar af leiðandi aðgengishindrun, svo sem eins og þegar fjarlægð eru skýr merki á milli gangstétta og akstursvegar.

Til að tryggja farsæla lausn verkefna sem snúa að bættu aðgegni fatlaðra er mikilvægt að efna til samtals og samstarfs aðila sem miðar að því að finna lausnir með jákvæðum formerkjum.

Í tielfni af Degi hvíta stafsins hélt Blindrafélagið aðgengisráðstefnu fyrir hádegi þar sem mættu meðal annars fulltrúar frá Reykjavíkurborg, Mannvirkjastofnun og Umferðarstofu. Ráðstefnan tókst einstaklega vel og var góða mæting og líflegar umræður. Á ráðstefnunni fjallaði Vala Jóna Garðarsdóttir umferlisleiðbeinandi hjá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni fyrir blinda, sjónskerta og daufblind einstaklina um ýmislegt sem huga þurfi að í aðgengi blindra og sjónskertra einstaklinga, Harpa Ingólfsdóttir frá Aðgegni.is kynnti samnorrænt aðgengismatskerfi og Áslaug Hjartardóttir kynntu skýrslu frá Skyttunum 3 af sumarverkefni sem þær unnu. Sjá hér skýrsluna.

Eftir hádegi er síðan hjálpartækjasýning auk þess sem Samfélagslampi Blindrafélagsins verður afhentur fjórða árið í röð. Samfélagslampinn þetta árið er afhentur leigubílastöðinni Hreyfli fyrir framúrskarandi þjónustu og samstarf við rekstur ferðaþjónustu blindra sem stuðlað hefur að stórauknu sjálfstæði blindra og sjónskertra eisntaklinga. Að endingu sverður svo tilkynnt um styrkveitingar úr „Stuðningi til sjálfstæðis – styrktarsjóði Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins.“

Hér má lesa frétt Morgunblaðsins af aðgegnisráðstefnunni.
 

Aðgengi sjónskertra mætti bæta til muna

Aðgengisráðstefna blindra og sjónskertra haldin í dag

Blindir og sjónskertir þurfa skörp litaskil til að sjá, skýrar merkingar og leiðarlínur og kantar eru mjög góðir fyrir blinda til að átta sig á umhverfinu," sagði Vala Jóna Garðarsdóttir, umferliskennari hjá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. 

Dagur hvíta stafsins er í dag. Af þvítilefni er haldin aðgengisráðstefna, með sérstakri áherslu á aðgengi blindra og sjónskertra að byggingum og umferðarmannvirkjum í Blindrafélaginu. Vala Jóna heldur erindi ásamt fjölda annarra.

 Pollar á Laugaveginum

„Ég er ekki viss um að við stöndum okkur nógu vel. Merkingum á göngustígum er ábótavant. Það þyrfti að vera ákveðin lína á þeim, sem myndi hjálpa sjónskertum gríðarlega mikið," segir Vala Jóna aðspurð hvernig íslendingar standi að vígi í aðgengi fyrir blinda og sjónskerta.

Ýmsar hindranir verða á vegi þessa hóps, til dæmis illa staðsett skilti og grænir pollar [staurar] sem fínnast víða á Laugaveginum svo dæmi séu tekin. Þá bendir Vala Jóna á að grái liturinn og gler á byggingum valdi sjónskertum vandræðum. „Sjónskertir þurfa að sjá andstæður í umhverfinu til að eiga auðveldara með að komast ferða sinna," segir hún.

Færri kantsteinar og ýmiss konar rennur sem hafa bætt aðgengi fatlaðs fólks í hjólastólum hjálpi ekki blindum og sjónskertum. Þeir eigi erfíðara með að greina umhverfið. „Á Laugaveginum eiga blindir mjög erfítt með að vita hvar þeir eru; hvort þeir eru á bílastæði, gangstétt eða götu, því engir kantar eru til staðar," segir Vala Jóna.

 Ný byggingarreglugerð.

í fyrirlestri sínum hyggst Vala Jóna ræða nýja byggingarreglugerð. Hún tekur mið af aðgengi blindra og sjónskertra. „Reglugerðin lítur bara vel út. Þar er tekið á þáttum eins og mikilvægi litaskila, leiðarlína og sérstakra hellna til að auðvelda aðgengi," segir Vala Jóna. „Fólk er orðið sýnilegra með hvíta stafínn og þess vegna skiptir miklu máli að aðgengi sé gott," segir Vala Jóna sem fer um allan bæ og kennir blindum og sjónskertum ýmsar leiðir í umhverfinu með eða án hvíta stafsins