Karl og Dóra: Nýjar íslenskar talgervilsraddir

Fréttatilkynning

Reykjavík, á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2011

Á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember 2011, var kynntur mikilvægur áfangi í Talgervilsverkefni Blindrafélagsins, sem ber yfirskriftina: „Nýr íslenskur talgervill í þjóðareign – bætt lífsgæði – íslensk málrækt.“  Áfanginn felst í því að prufuútgáfur af nýjum íslenskum talgervilsröddum, Karli og Dóru, heyrðust í fyrsta sinn opinberlega. Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari verkefnisins, setti af stað spilun á röddunum á samkomu sem var í húsi Blindrafélagsins kl. 14:00 á degi íslenskrar tungu.

Vigdís setur af stað spilun á Dóru pog Karli

Frú Vigdís Finnbogadóttir setur af stað spilun á prufuútgáfu af Dóru og Karli, nýjum íslenskum talgervilsröddum frá Ivona. Við hlið hennar stendur Kristinn Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins og verkefnastjóri talgervilsverkefnisins.

Skrifað var undir samning við pólska fyrirtækið Ivona um smíði á nýjum íslenskum talgervli síðastliðið vor. Í sumar fóru svo fram upptökur á völdum textabrotum sem sérstaklega voru valin úr 250 milljóna orðasafni. Þær upptökur eru síðan notaðar til að smíða prufuútgáfu (beta) af hinum nýja íslenska talgervli. Þessi prufuútgáfa verður nú tekin til hlustunar af hópi notenda og sérfræðinga sem munu gera athugasemdir við upplesturinn þar sem þörf er á leiðréttingum og lagfæringum. Þær athugasemdir munu síðan vera notaðar til að fínstilla talgervilinn þar til hann hljómar eins nálægt náttúrulegum upplestri og kostur er. 

Einn af sérfræðingum verkefnisins er Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, en hann hafði þetta að segja um prufuútgáfuna:

"Þegar í fyrstu hljóðdæmum hljóma bæði Karl og Dóra mun betur en fyrri íslenskir talgervlar. Vitanlega er enn ýmislegt sem betur mætti fara, einkum í framburði samsettra orða og lestri úr tölum og skammstöfunum.En það var alltaf vitað mál að margs konar fínstillingar yrði þörf og því var gefinn góður tími til prófana og endurbóta. Gæði annarra talgervla frá Ivona benda eindregið til þess að unnt verði að bæta úr þessum hnökrum í endanlegri gerð. Með vorinu eigum við því von á tveggja radda íslenskum talgervli sem stenst samanburð við góða erlenda talgervla og les allan venjulegan íslenskan texta hnökralaust með eðlilegu tónfalli."

Kristinn Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins og verkefnastjóri talgervilsverkefnisins segir:

"Prufuútgáfan af Dóru og Karli hljómar virkilega vel og er á pari við væntingar þeirra sem bjartsýnastir voru og langt umfram væntingar þeirra varkárustu. Í samtölum mínum við Ivona menn hafa þeir látið í ljós mikla ánægu með útkomuna og þykjast þess fullvissir að þegar smíðinni er lokið verði til tvær íslenskar raddir sem verði á meðal þess sem best þekkist í talgervlum í heiminum í dag.“

Fyrirhugað er að smíði talgervilsins verði lokið í maí 2012 og þá muni uppsetning geta hafist hjá notendum. Nýi íslenski talgervilinn mun verða til endurgjaldslausra afnota fyrir alla þá sem hafa fengið greiningu um að þeir geti ekki lesið með hefðbundnum hætti, svo sem blinda og sjónskerta, lesblinda og hreyfihamlaða.

Vegna þess að nýi íslenski talgervilinn er smíðaður til að ganga á flestallan tölvubúnað sem er í almennri notkun í dag mun hann geta haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem ekki geta lesið með hefðbundnum hætti. Auk þess mun talgervilinn hafa mjög jákvæð áhrif á þjónustustofnanir eins og Blindrabókasafnið og Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Ivona

Pólska fyrirtækið IVONA Software sérhæfir sig í þróun og smíði talgervla (Text to Speech technology). Talgervill er hugbúnaður sem breytir texta í tal. Talgervla er hægt að keyra á ýmiss konar vélbúnaði svo sem tölvum, fartölvum, símum, hraðbönkum, mp3 spilurum og fleiru. Talgervlarnir frá Ivona hafa unnið til margra alþjóðlegra verðlauna og er Ivona fyrirtækið í dag viðurkennt sem leiðandi framleiðandi á þessum markaði þegar kemur að því að bjóða upp á nákvæmasta og náttúrulegasta upplesturinn og bestu hlustunargæðin. Ivona býður upp á fjölbreytt vöruval í talgervlalausnum. Um er að ræða lausnir fyrir þá sem ekki geta lesið með hefðbundnum hætti, fyrir viðskiptalífið, ýmiss konar síma og fjarskiptalausnir, lausnir fyrir snjallsíma (Android og Ipod) og til heimanota. Stöðugt eru unnið að þróun nýrra lausna í takt við nýja tækni. Ivona hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á aðgengismál og gerir enn. Í því sambandi á Ivona náið samstarf við samtök blindra og sjónskertra víða um heim, þar á meðal eru ein af stærstu samtökum blindra og sjónskertra í heiminum, RNIB (Royal National Institute of the blind) , sem eru bresku blindrasamtökin og DAISY samtökin.

Tæknilegar upplýsingar um talgervlana frá Ivona

Supported OSs

o   Linux

o   Windows

o   Mac OS X

o   Solaris

o   Android

o   FreeBSD, OpenBSD

o   Windows Mobile, Windows CE

o   iOS

o   MeeGo, ST Linux

o   Windows Phone 7*

Standards compliance

o   SSML, PLS

o   SAPI

o   MRCP, MRCP v2

o   IPA, X-SAMPA, Navteq™, TeleAtlas™

o   Lip-sync / Viseme

Supported HW platforms

o   x86 (32/64 bit)

o   ARM 7, 8, 9, 11

o   Strong ARM

o   X-Scale

o   Sparc (32/64 bit)

o   PowerPC*

o   MIPS*

Supported API

o   IVONA C/C++ API

o   IVONA Java API

o   Android API (apk)

o   TCP/IP

o   Unix socket

o   SAPI 4, SAPI 5

o   Web Services (SOAP/REST)

 

Samstarfs og stuðningsaðilar Blindrafélagsins

 

Frekari upplýsingar veitir: Kristinn Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins og verkefnastjóri talgervlaverkefnisins í síma 661 7809.