Talgervlaverkefni Blindrafélagsins
Á degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn sextánda nóvember næst komandi, klukkan tvö, mun verða kynning á mikilvægum áfanga í talgervlaverkefni Blindrafélagsins. Enn þá mun verða kynnt fyrsta prufuútgáfan af nýju íslensku talgervlaröddunum: Karli og Dóru, sem pólska fyrirtækið Ivona er að smíða. Kynningin fer fram í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Frú Vigdís Finnbogadóttir, sem er verndari verkefnisins, mun setja spilun á röddunum af stað.
Frekari upplýsingar um talgervlaverkefnið má lesa hér.
Dóra og Karl bjóða á kynninguna.