Nú er einnig hægt að fá rafræna útgáfu til að senda með tölvupósti
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfssemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Þar gegnir sala jólakorta veigamiklu hlutverki. Með því að kaupa jólakort félagsins tekur þú virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.
Jólakortin og merkispjöldin eru með myndinni „Aðfall jóla“ eftir listamanninn Þóru Einarsdóttur en hún vann myndina sérstaklega fyrir félagið og gaf til birtingar á kortunum.
Jólakortin eru seld 8 saman í pakka ásamt umslögum á 1.400 kr.
Merkispjöldin eru 8 saman í pakka og eru seld á 400 kr.
Hægt er að kaupa kortin hjá Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, sími 525 0000 eða senda tölvupóst á netfangið blind@blind.is.
Blindrafélagið hvetur alla velunnara sína að styðja félagið með kaupum á þessum fallegu jólakortum og merkispjöldum.