Jólakort Blindrafélagsins 2010

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfssemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Þar gegnir sala jólakorta veigamiklu hlutverki. Með því að kaupa jólakort félagsins tekur þú virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.

Í ár verða gefnar út tvær gerðir af jólakortum auk merkispjalda á pakka:

  • Jólakort með myndinni „Englajól” eftir listamanninn Marilyn Herdísi Mellk. Þau eru seld 8 saman í pakka ásamt umslögum á 1.200 kr
  • Merkispjöldin „Englajól“ eru 8 í pakka og eru seld á 400 kr.
  • Jólakort með ljósmynd af Eyjafjallajökli eftir Sigurgeir Sigurjónsson, ljósmyndara. Þau eru seld 15 saman í pakka ásamt umslögum á 2.250 kr.

Hægt er að nálgast kortin hjá Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, sími 525 0000 eða senda tölvupóst á netfangið blind@blind.is.

Blindrafélagið biður landsmenn að styrkja starfssemi félagsins með kaupum á þessum fallegu jólakortum.

Sölumenn frá Blindrafélaginu munu ganga í hús í nóvember og desember og bjóða kortin til sölu.

Sölufólk óskast til að selja jólakortin og eru góð sölulaun í boði. Upplýsingar í síma 525 0000.