Þann 19 október sendi Blindrafélagið Landskjörstjórn erindi vegna fyrirhugaðra kosninga til stjórnlagaþings. Í erindinu var minnt á mikilvægi þess að blindum og sjónskertum yrði gert kleyft að nýta kosningarétt sinn á sjálfstæðan máta. Var í því sambandi minnt á 29 grein í Sáttmála Sameinuð þjóðanna um rétttindi fatlaðs fólks, sem fjallar um þátttöku í stjórnmálum og opinberu lífi.
Í framhaldi af því að erindinu var vísað til Dóms og mannrétttindráðuneytisins var óskað eftir aðkomu Blindrafélagsins að hönnun á vefsíðu með kynningu á frambjóðendum fyrir kosningarnar, þannig að hún yrði aðgengileg. Blindrafélagið tilnefndi Birkir Rúnar Gunnarsson, aðgengisfulltrúa félagsins í þessa vinnu.
Í skýrslu Birkis um aðkoma sína að hönnun síðunnar segir:
„Við komum athugasemdum á framfæri varðandi leiðbeiningar sem miðuðust allar við músarnotkun, þær voru teknar til greina og leiðbeiningum breytt.
Við fundum forritunargalla sem olli því að síðan virkaði ekki sem skyldi fyrir lyklaborðsnotendur og var hann lagaður.
Eftir þetta virkar síðan fínt.
Athugasemdir við síðu:
Hægt er að nota fyrirsagnir (headings) til að fara milli svæða á síðunni.
Hægt er að skoða upplýsingar um frambjóðendur með því að fá lista yfir öll nöfn sem byrja á ákveðnum bókstaf en einnig er hægt að leita eftir póstnúmeri, nafni o.s.frv.
Kjörseðillinn er fyrir neðan leiðbeiningar og frambjóðendaleit og þegar stutt er á enter við "bæta á framboðslista" tengilinn sem birtist við upplýsingar hvers frambjóðanda færist nafn hans og númer sjálfkrafa á næsta auða reit á listanum.
Hægt er að breyta röð frambjóðenda á listanum. Við hvert nafn á kjörseðlinum eru tenglar sem heita "ofar" og "neðar" og ef stutt er á enter færist nafn frambjoðenda upp eða niður um eitt sæti og nafn þess sem var í því sæti færist inn í sætið sem breytt var.
Ekki er hægt að færa síðasta frambjóðenda neðar (þ.e.a.s. ef einungis 6 eru komnir á listann er ekki hægt að færa sjötta mann í 7. sæti nema þar sé komið nafn).
Síðan var prófuð með helstu skjálesurum og er talinn virka fínt.
Einnig á síðan að vera aðgengileg sjónskertum notendum.
Með því að útbúa kjörseðil heima þarf einungi að afrita númerin á listanum á kjörseðil á kjörstað svo þetta gefur blindum notendum tækifæri á að skoða allar upplýsingar og gera eigin kjörseðil.
Enn betur þarf vissulega að gera betur varðandi aðgengi að kosningum en þetta er þó skref í rétta átt."
Slóð síðunnar er:http://www.kosning.is/stjornlagathing/frambjodendur/
Ef einhverjir hnökrar koma í ljós varðandi aðgengi að síðunni fyrir blinda og sjónskerta vinsamlegast sendið þá tilkynningar um það á adgengi@blind.is.