Amazon kynnti þrjár nýjar þjónustur miðvikudaginn 30. nóvember. Þar á meðal er þjónustan Amazon Polly sem breytir texta yfir í náttúrulega hljómandi tal.
Amazon Polly styður 24 tungumál og er hægt að nota allt að 47 raddir með lausninni. Þar er íslenskan í boði og hægt er að nota raddirnar Karl og Dóru fyrir lesturinn. Karl og Dóra eru íslenskar talgervilsraddir sem Blindrafélagið stóð fyrir smíði á og voru teknar í notkun árið 2012.
Amazon Polly er hægt að nýta í þróunarvinnu við til dæmis forrit fyrir snjallsíma, spjaldtölvur, vefsíður, heimilistæki, símsvara, hugbúnað fyrir kennslu, tilkynningarþjónustur og margt annað.
Einnig er til dæmis leyfilegt að nota raddirnar sem upplestrarraddir fyrir tilkynningar á almenningssvæðum eins og flugvöllum eða strætisvagnastöðvum.
Að sögn Baldurs Snæs Sigurðssonar tækniráðgjafa Blindrafélagsins er það mikið fagnaðarefni að svona tól komi á markað sem styðja íslenska tungu og ætti þetta að vera hvetjandi fyrir íslensk hugbúnaðarfyrirtæki og þróunaraðila að nýta sér þessa auðveldu og aðgengilegu tól til að auka þjónustur í sínum lausnum.
Frekari upplýsingar veitir: Baldur Snær Sigurðsson tækniráðgjafi Blindrafélagsins í síma 525 0000.
Fréttatilkynning frá Amazon:
Um Amazon Polly:
Sjá frétt á Visir.is