203 glæsilegir vinningar að verðmæti um 64 milljónir króna.
Dregið 16. desember 2013.
Velunnurum og stuðningsfólki félagsins hafa verið sendir rafrænir miðar sem munu birtast í heimabankanum sem valkrafa. Eldri velunnarar félagsins fá einnig senda prentaða miða í pósti.
Vinningar.
Hver miði kostar 2500 krónur. Vinnagar eru að venju glæsilegir:
3 bílar frá Bílabúð Benna:
- Chevrolet Captiva LT, 2,2 l, diesel, sjálfskiptur, frá Bílabúð Benna að verðmæti kr. 6.490.000
- Chevrolet CRUZE LT, 1,8l. beinskiptur, frá Bílabúð Benna að verðmæti kr. 2.990.000
- Chevrolet SPARK LT, 1,2l, beinskiptur, frá Bílabúð Benna að verðmæti kr. 2.090.000
100 ferðavinningar frá Heimsferðum:
- 40 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti kr. 500.000
- 60 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti kr. 300.000
40 Apple MacBook Air 11" frá Epli.is:
- Apple MacBook Air 11" 128GB, hver að verðmæti kr.189.990
- 60 iPad mini frá Epli.is:
- Apple iPad mini 4G 32GB, hver að verðmæti kr.114.990
Alls 203 vinningar að heildarverðmæti um 64 milljónir króna.
Dregið verður í happdrættinu 16. desember 2013
Verkefni Blindrafélagsins.
Stuðningur hins opinbera við starf Blindrafélagsins hefur dregist verulega saman á síðustu árum sem
leiðir til þess að félagið þarf enn frekar að leita til almennings í landinu eftir stuðningi til að geta haldið úti nauðsynlegri starfsemi.
Á síðasta ári kynnti Blindrafélagið til sögunnar nýjar íslenskar talgervilsraddir; Karl og Dóru.
Þetta er eitt stærsta verkefni Blindrafélagsins frá upphafi. Smíði talgervilsins kostaði um 85 milljónir króna. 25 milljónir af þeirri upphæð eru úr veglegum arfi sem Blindrafélaginu tæmdist úr dánarbúi Dóru Th. Sigurjónsdóttur sem lést árið 2010. Kvenrödd talgervilsins Dóra er nefnd henni til heiðurs.
Nýjasta verkefni Blindrafélagsins er Vefvarpið. Verkefnið miðar að því að opna í gegnum nettengingu valfrjálsan aðgang að upplýsingum og efni fjölmiðla sem í dag eru að miklu leiti óaðgengilegir eldra blindu og sjónskertu fólki sem ekki er vel tölvulæst. Notkun á nýju íslensku talgervilsröddunum gegnir lykilhlutverki í þessari lausn sem er ein mesta bylting sem komið hefur fram í aðgengi blindra og sjónskertra eldri borgara sem ekki er vant tölvunotkun og mun þessi tækni valda straumhvörfum í upplýsingamiðlun til þeirra. Aðrir blindir og sjónskertir einstaklingar munu hafa af þessari þjónmustu mikið gagn og gaman. Sjá frekari upplýsingar um verkefnið hér: