Hlaupastyrkur

Reykjavikurmaraþon logoÞriðjudaginn 15.október fór fram uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons 2013, þar sem skipuleggjendur hlaupsins buðu hlaupurum og forsvarsmönnum góðgerðafélaga til sín í höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi til þess að fagna góðum árangri saman.

Margir knáir hlauparar lögðu málefnum blindra og sjónskerta lið og söfnuðu peningum til styrktar Blindrafélaginu og sjóðnum Blind börn á Íslandi. Til styrktar Blindrafélaginu söfnuðust kr.237.431 og til styrktar sjóðnum kr.43.762 eða samtals hátt í þrjúhundruð þúsund krónur.  Blindrafélagið og sjóðurinn blind Börn á Íslandi þakkar skipuleggendum og hlaupurum kærlega fyrir rausnarlegt framlag til stuðnings réttindabaráttu blindra og sjónskertra á Íslandi.